Færslusöfn

Hvernig er starf XARadíó fjármagnað?

Rekstur félagsins er algerlega fjármagnaður af frjálsum framlögum. Langmestar tekjur okkar koma frá fjölda einstaklinga, er hafa skráð sig fyrir mánaðarlegum framlögum. Auk þess hafa einstaklingar lagt til félagsins með frjálsum framlögum. XARadíó hefur engar tekjur af auglýsingum og auglýsir einungis efni er greinilega tengist tilgangi félagsins.

Hver eru tengsl XARadíó við AA?

XARadíó er sjálfstætt starfandi áhugamannafélag, óháð öllum öðrum, þar með talið AA. Þó svo að flestar af upptökum okkar séu frá AA fundum er XARadíó ekki „AA útvarp“.

Hvað er XARadíó?

XARadíó er áhugamannafélag um rekstur útvarpsstöðvar, sem sendir út 12 spora efni og heldur gagnagrunn utan um það efni sem stöðin útvarpar. Með áhugamannafélagi er átt við að þeir sem starfa fyrir XARadíó taka engin laun fyrir vinnu sína í þágu útvarpsstöðvarinnar. Öll vinna er unnin í sjálfboðnu starfi og allar tekjur renna óskiptar til uppbyggingar útvarpsstöðvarinnar.