Færslusöfn

Er hægt að hlusta á stöðina á netinu?

Það er ekki hægt að hlusta á stöðina á netinu og að óbreyttu verður það ekki hægt. Ástæðan er sú að auk upplesturs ýmissa 12-spora tengdra bóka þá útvörpum við líka upptökum af 12-spora fundum. Hver upptaka sem við spilum hefur verið klippt þannig að engin eftirnöfn heyrist og við höfum fengið leyfi viðkomandi til að útvarpa sögu hans. Þetta leyfi er bundið við ákveðið útsendingarsvæði sem ekki er hægt að tryggja þegar sent er út á netinu.

Get ég gerst félagi í XARadíó?

Endilega. Öllum er frjálst að gerast félagar og leggja starfinu lið. Flestir félagar greiða mánaðarlega til áhugamannafélagsins, frá 500 kr. Þú getur skráð þig hér á síðunni.

Hvers vegna útvarpið þið ekki íslenskum upptökum?

Til að heiðra nafnleyndarregluna. Í litlu samfélagi eins og Íslandi eru miklar líkur til að áheyrendur kannist við speakera, jafnvel þó að eftirnöfn þeirra komi ekki fram. Við lesum hins vegar á íslensku upp úr samþykktu efni á vegum 12 spora samtaka (til dæmis AA-bókina, 12 spor og 12 erfðavenjur). Félagar í 12 spora samtökum eru hvattir til að hafa samband ef þeir hafa upptökur af samþykktu 12 spora efni á íslensku.

Hvað get ég gert til að hjálpa?

Þú getur gerst félagi með því að skrá þig hérna á síðunni. Skráðir félagar hafa atkvæðisrétt á aðalfundi, kjörgengi í stjórn og geta tekið þátt í að koma nýju efni í spilun með því að hlusta á upptökur og skrá niður eftirnöfn 12-spora félaga. Það eina sem til þarf til þess er tölva og internettenging.

Í hvað eru tekjur XARadíó notaðar?

Þær eru notaðar til að borga hinu opinbera fyrir leyfi til útvarpsreksturs, til að kaupa og reka senda til að útvarpa efni, til að kaupa tæki til að streyma efninu, sem sent er út og til reksturs gagnagrunns áhugamannafélagsins. Forsvarsmenn XARadíó þiggja engin laun fyrir störf sín. Þeir þjóna í anda erfðavenja 12 spora samtaka.