Styrktartónleikar til að kaupa nýjan FM sendi til að setja upp á Suðurlandi verða haldnir 21. mars n.k.
Útsendingar XA-Radíós ná yfir allt Faxaflóasvæðið á tíðninni FM 88,5 og Eyjaförð og Akureyri á slóðinni FM 87,9. Nú stendur til að bæta þriðja sendinum við og hefja útsendingar á Suðurlandi. Til að fjármagna kaup á útvarpssendi sem er nægilega öflugur til að ná til alls Suðurlands, hefur verið blásið til styrktartónleika fyrir stöðina í Háskólabíói 23. mars n.k. og leggja fjölmargir listamenn málefninu lið.
Meðal þeirra sem fram koma á tónleikunum eru:
- Bubbi Morthens
- Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson
- KK
- Páll Óskar
- dúettinn Pikknikk
- rapparinn Poetrix
- Ragnheiður Gröndal
- Kynnir: Davíð Þór Jónsson
Aðgangseyrir er 2.500 krónur sem rennur óskipt til kaupa á sendinum. Miðasala fer fram á www.midi.is og við innganginn. Tónleikarnir hefjast kl.22:00, strax eftir afmælisfund AA-samtakanna sem fram fer í Laugardagshöll, á Föstudaginn langa. Þeir sem vilja legga stöðinni lið eru hvattir til að mæta og fyrir aðra þá er hér gott tækifæri til að sjá frábæra tónleika á degi þar sem flest kaffihús og skemmtistaðir eru lokaðir.