Mánaðarskipt færslusafn fyrir: mars 2007

Hlustunarpartý

Hlustunarpartý var haldið í dag og mættu 10 manns. Hlustað var á þó nokkuð margar upptökur og var niðurstaðan sú að lengd dagskrárinnar fór úr 4 sólarhringum, 23 tímum og 36 mínútum upp í 5 sólarhringa, 7 tíma og 19 mínútur. Við kunnum þeim er mættu og tóku þátt góðar þakkir fyrir.

Einnig var ný útsendingartölva sett upp til að sjá um útsendingar í Reykjavík. Hingað til hefur verið notast við forritið novus_ordo_seclorum, heimasmíðað forrit sem stjórnar forritinu mpg321, en á næstunni verður núverandi útsendingartölvu skipt út fyrir aðra sem mun nota forritið CampCaster.

Þessi hlustunarpartý eru vinnufundir sem eru haldnir þegar þurfa þykir til að flýta fyrir því að nýtt efni sé sett í loftið. Hafðu samband ef þú vilt hjálpa til við að koma nýju efni í útsendingu. Það eina sem þú þarft er tölva og internettenging.